Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Hjörvar svarar gagnrýni Báru vegna fjarveru 16 ára leikmanns
Jakobína leikur iðulega í vinstri bakverðinum hjá Þór/KA.
Jakobína leikur iðulega í vinstri bakverðinum hjá Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sér ekki eftir ákvörðun sinni.
Sér ekki eftir ákvörðun sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jakobína Hjörvarsdóttir, sextán ára bakvörður Þór/KA og leikmaður U17 ára landsliðs Íslands, byrjaði fyrstu tvo deilarleiki liðsins í sumar en var ekki í leikmannahópnum í 3. umferð þegar Þór/KA mætti Íslandsmeisturum Vals þann 24. júní.

Fjarvera Jakobínu var til umræðu í Pepsi Max-mörkunum fyrir rúmum tveimur vikum. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, hafði eftirfarandi að segja.

„Ég er búin að sjá hina tvo leikina [fyrstu tvo deildarleikina] hjá Þór/KA og ég tók eftir því að sú sem hafði spilað þá var ekki í leikmannahópnum í dag,"

„Ég fór aðeins að grenslast nánar fyrir um hvers vegna hún væri ekki á skýrslu því hún hafði spilað vel í fyrstu tveimur leikjunum. Ég frétti að Jakobína hefði spilað leik með 3. flokki Þórs/KA deginum áður. Ég gaf mér fyrirfram að hún hefði verið meidd en kemst að því að það er útgefið markmið hjá 3. flokki Þór/KA að þær ætla að verða Íslandsmeistarar og þjálfarinn lætur hana spila í 3. flokki í staðinn fyrir að byrja í Pepsi Max-deildinni."

„Ég skil ekki pælinguna á að 3. flokkur trompi leik á móti Val og ég velti fyrir mér hvort að þjálfarinn hefði verið búinn að henda inn handklæðinu fyrst hann gerir þetta. Af hverju fær Jakobína ekki að byrja þennan leik á móti Val og sjá hvort hún geti stigið upp í það? Ef hún er nógu góð að byrja hina leikina í deildinni af hverju fer hún þá í 3. flokk í næsta leik? Ég skil það ekki og finnst það skrítið."


Sparkspekingar geta haft allt aðra skoðun
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari meistaraflokks Þór/KA, var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir bikarsigurinn gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í gær. Sér hann eftir því að Jakobína hafi ekki spilað á móti Val? Viðtalið við Andra frá því í gær má sjá í heild sinni hér að neðan.

„Nei ég sé ekkert eftir því. Við erum að tala um einn leik á átján leikja Íslandsmóti. Hún er 16 ára og hún fékk að spila einn leik með 3. flokki og fékk virkilega að njóta sín þar, held hún hafi skorað þrennu. Ég tippaði á reynsluna gegn Val frekar en að spila 16 ára stelpu, kannski var það rangt en þetta er bara mín ákvörðun og sparkspekingar geta haft allt aðra skoðun og það er bara frábært. Við erum ekkert eins þjálfararnir og tökum okkar eigin ákvarðanir," sagði Andri.

Ef upp kemur sem sú staða að 3. flokks leikur og meistaraflokksleikur verða með stuttu millibili seinna í sumar mun Jakobína spila aftur með 3. flokki?

„Hún mun byrja [með meistaraflokki] það er alveg pottþétt," sagði Andri að lokum.
Andri Hjörvar: Lúxus að geta gert svona breytingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner