banner
   mán 12. ágúst 2019 14:15
Fótbolti.net
„Fékk í raun ekkert tækifæri hjá Val"
Birnir Snær fékk ekki mörg tækifæri hjá Óla Jó.
Birnir Snær fékk ekki mörg tækifæri hjá Óla Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Illa gengur hjá Kaj Leo á Hlíðarenda.
Illa gengur hjá Kaj Leo á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason var valinn maður leiksins þegar HK vann topplið KR 4-1 í Pepsi Max-deildinni í gær. Birnir var keyptur til HK frá Íslandsmeisturum Vals í síðasta mánuði.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Binni bolti var maður leiksins. Sá smellpassar inn í þetta lið. Vinnuframlagið hans varnarlega er meira en hjá Fjölni og Val. Þarna eru allir að verjast aftarlega, hlaupa og djöflast í 90 mínútur. Hann verður að vera með í því og svo fær hann boltann í skyndisóknarstöðum og getur farið einn á einn hvað eftir annað. Þetta er draumur fyrir hann. Kaupin á honum voru frábær fyrir HK," segir Magnús Már Einarsson í Innkastinu.

Gunnar Birgisson segir að Birnir hafi fengið ósanngjarna meðhöndlun á Hlíðarenda.

„Þetta eru í raun og veru ótrúleg kaup. Líka að Valur hafi leyft honum að fara, eftir að hafa í raun ekki prófað hann neitt. Hann fékk í raun ekkert tækifæri hjá Val á stóra sviðinu í Pepsi Max-deildinni. Það skipti engu máli hvað Valur var mikið með kúkinn í buxunum eða hvað kantmennirnir voru slakir eða meiddir. Aldrei fékk Birnir sénsinn," segir Gunnar og gagnrýnir færeyska sóknarleikmanninn Kaj Leo í Bartalsstovu.

„Ég skil ekki af hverju Kaj Leo fær alltaf mínútur og fær nóg af mínútum. Kaj Leo var ótrúlega slakur í þessum leik (gegn FH), sem og í öllum öðrum leikjum sem ég hef séð hann spila fyrir Val. Mér er alveg sama þó hann hafi lagt upp tvö mörk um daginn og eitthvað. Kaj Leo í Bartalsstovu á ekki að spila í þessu Valsliði. Ef það er pláss fyrir Kaj Leo þarna en ekki Birni Snæ þá er eitthvað sem liggur að baki. Kaj Leo er ekki betri leikmaður en Birnir."

Magnús bjóst við mun meiru frá Kaj Leo.

„Ég var mikill aðdáandi Kaj Leo hjá ÍBV en hann hægir á öllu hjá Val. Mér finnst mesta syndin hvað hann hefur komið illa inn í þetta Valslið. Maður sá helling af hæfileikum þegar hann var í ÍBV. Hann passar illa inn í Val," segir Magnús.


Innkastið - Gufurugluð Pepsi Max-deild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner