Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. ágúst 2019 18:33
Arnar Helgi Magnússon
Klopp tjáir sig um meiðsli Alisson - Ætlar að semja við Lonergan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool varð fyrir miklu áfalli á föstudagskvöldið þegar Alisson fór meiddur af velli í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Hinn spænski Adrian kom inn í hans stað en hann gekk í raðir Liverpool fyrr í þeirri viku.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir nokkuð ljóst að Alisson verði frá næstu vikurnar en ekki sé hægt að gefa nánari tímasetningu hvað varðar endurkomu.

„Þetta eru meiðsli í kálfa sem að munu halda honum frá æfingum og leikjum næstu vikurnar," segir Klopp.

„Ég get ekki og vil ekki ræða nánar einhverja tímasetningu. Eina sem ég veit að hann verður ekki klár í leikinn gegn Chelsea. Þetta verða einhverjar vikur en við verðum að bíða og vona það besta."

Liverpool mætir Chelsea í Ofurbikarnum á miðvikudag áður en að liðið ferðast á suðurströnd Englands og mætir þar Southampton á laugardag.

Klopp hefur einnig staðfest að liðið ætli að gera stuttan samning við Andy Lonergan, en hann er markvörður sem að æfði með liðinu á undirbúningstímabilinu. Hann kemur á frjálsri sölu til félagsins.

„Við verðum að finna lausnir á vandamálunum. Lonergan er frábær manneskja og hann stóð sig vel með okkur á undirbúningstímabilinu. Nú höfum við ákveðið að reyna að semja við hann."

Klopp sagði að lokum að allar líkur væru á því að Lonergan yrði á varamannabekknum gegn Chelsea á miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner