Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
banner
   fös 12. ágúst 2022 22:26
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Þór: Sigldum eins og skúta í gegnum þennan leik
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Arnar Þór Helgason fyrirliði Gróttu kom í viðtal í stað þjálfarans eftir leik þar sem hann er í banni. Arnar var mjög ánægður með leikinn þar sem Grótta vann 4-2 gegn Aftureldinu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Þetta var bara frábær sigur á Vivaldi vellinum í kvöld og ég held að engum líði illa eftir svona frábæran leik. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en við fáum á okkur mark og förum í hálfleik 1-0 undir en ég var aldrei hræddur um að ná ekki stigum í þessum leik. Við héldum bara trúnni og sigldum eins og skúta í gegnum þennan leik og enduðum náttúrulega á því að vinna það er bara frábær tilfinning."

Það var mikið af köllum eftir spjöldum og vítum í þessum leik og dómarinn dæmdi sum en sum ekki, hvernig fannst þér frammistaða hanst í kvöld?

„Hann stóð sig ágætlega. Þetta var eins og þú sagðir erfiður leikur að dæma en ég held þetta hafi nú bara mest megnis verið rétt hjá honum. Eftir að maður kemur inn í klefa og meltir þetta aðeins, auðvitað er maður ekki sammála honum inn á vellinum en hann var bara flottur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Arnar nánar um restina af tímabilinu hjá Gróttu.


Athugasemdir
banner