Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 12. ágúst 2022 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni vitnaði í Little Britain: 'Computer says no'
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Eru þetta ekki sætustu sigrarnir, 1-0? Er það ekki?" sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir sætan sigur gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

Meðalaldurinn í liði Augnabliks er bara um 16 ár en samt var þetta erfitt verkefni fyrir FH-inga.

„Augnablik er með ungt lið en þar eru flottar fótboltastelpur. Ólíkt mörgum liðum sem við höfum verið að mæta undanfarið þá vilja þær spila og spila í gegnum okkur. Þær eru vel drillaðar og með flotta þjálfara. Hrós á þetta unga lið."

FH var í athyglisverðu kerfi í fyrri hálfleik, það mætti lýsa því sem 3-1-6. „Pælingin var bara að koma boltanum inn. Stelpurnar vilja fara hátt upp völlinn og það er allt í lagi á meðan andstæðingurinn liggur þétt til baka. Það getur líka verið hættulegt.," sagði Guðni en FH breytti í fjögurra manna varnarlínu í seinni hálfleik og kom þá aðeins meira jafnvægi á liðið.

FH hefur að undanförnu verið án tveggja erlendra leikmanna sem spiluðu með liðinu fyrri hluta sumars. Það eru þær Coleen Kennedy og Shaina Faiena Ashouri. Guðni var spurður út í það.

„Þá þyrftum við að vera með ansi langt viðtal. Í stuttu máli snýst þetta um pappírsvinnu. Þetta er pappírsvinnsluvesen og liggur í kerfinu. Svo ég vitna í Little Britain: 'Computer says no'. Þetta er ekki bara súrt fyrir FH, þetta er líka súrt fyrir leikmennina sjálfa. Þetta er galið finnst mér," sagði Guðni en báðir leikmenn fengu leikheimild frá KSÍ en svo fengu þær ekki leyfi frá útlendingastofnun til að vera hér - af einhverri ástæðu.

Hægt er að hlusta á umræðu um málið í nýjasta þætti Heimavallarins hér fyrir neðan.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni. FH er á toppnum og er útlitið gott. „Næsti leikur er á fimmtudag og við hugsum ekkert lengra en það," sagði Guðni en hann hvetur alla FH-inga að skella sér á völlinn og styðja við bakið á toppliðinu.

„Þessar stelpur sýna fyrir hvað FH stendur; það er hjarta, sál, það er verið að leggja sig fram og þær eru að ná árangri. Þetta eru stelpur sem eru að gefa hjarta og sál í þetta. Ef það er ekki FH, þá veit ég ekki hvað."
Athugasemdir
banner