Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   fös 12. ágúst 2022 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni vitnaði í Little Britain: 'Computer says no'
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Eru þetta ekki sætustu sigrarnir, 1-0? Er það ekki?" sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir sætan sigur gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

Meðalaldurinn í liði Augnabliks er bara um 16 ár en samt var þetta erfitt verkefni fyrir FH-inga.

„Augnablik er með ungt lið en þar eru flottar fótboltastelpur. Ólíkt mörgum liðum sem við höfum verið að mæta undanfarið þá vilja þær spila og spila í gegnum okkur. Þær eru vel drillaðar og með flotta þjálfara. Hrós á þetta unga lið."

FH var í athyglisverðu kerfi í fyrri hálfleik, það mætti lýsa því sem 3-1-6. „Pælingin var bara að koma boltanum inn. Stelpurnar vilja fara hátt upp völlinn og það er allt í lagi á meðan andstæðingurinn liggur þétt til baka. Það getur líka verið hættulegt.," sagði Guðni en FH breytti í fjögurra manna varnarlínu í seinni hálfleik og kom þá aðeins meira jafnvægi á liðið.

FH hefur að undanförnu verið án tveggja erlendra leikmanna sem spiluðu með liðinu fyrri hluta sumars. Það eru þær Coleen Kennedy og Shaina Faiena Ashouri. Guðni var spurður út í það.

„Þá þyrftum við að vera með ansi langt viðtal. Í stuttu máli snýst þetta um pappírsvinnu. Þetta er pappírsvinnsluvesen og liggur í kerfinu. Svo ég vitna í Little Britain: 'Computer says no'. Þetta er ekki bara súrt fyrir FH, þetta er líka súrt fyrir leikmennina sjálfa. Þetta er galið finnst mér," sagði Guðni en báðir leikmenn fengu leikheimild frá KSÍ en svo fengu þær ekki leyfi frá útlendingastofnun til að vera hér - af einhverri ástæðu.

Hægt er að hlusta á umræðu um málið í nýjasta þætti Heimavallarins hér fyrir neðan.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni. FH er á toppnum og er útlitið gott. „Næsti leikur er á fimmtudag og við hugsum ekkert lengra en það," sagði Guðni en hann hvetur alla FH-inga að skella sér á völlinn og styðja við bakið á toppliðinu.

„Þessar stelpur sýna fyrir hvað FH stendur; það er hjarta, sál, það er verið að leggja sig fram og þær eru að ná árangri. Þetta eru stelpur sem eru að gefa hjarta og sál í þetta. Ef það er ekki FH, þá veit ég ekki hvað."
Athugasemdir
banner
banner