Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 12. ágúst 2022 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni vitnaði í Little Britain: 'Computer says no'
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Eru þetta ekki sætustu sigrarnir, 1-0? Er það ekki?" sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir sætan sigur gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

Meðalaldurinn í liði Augnabliks er bara um 16 ár en samt var þetta erfitt verkefni fyrir FH-inga.

„Augnablik er með ungt lið en þar eru flottar fótboltastelpur. Ólíkt mörgum liðum sem við höfum verið að mæta undanfarið þá vilja þær spila og spila í gegnum okkur. Þær eru vel drillaðar og með flotta þjálfara. Hrós á þetta unga lið."

FH var í athyglisverðu kerfi í fyrri hálfleik, það mætti lýsa því sem 3-1-6. „Pælingin var bara að koma boltanum inn. Stelpurnar vilja fara hátt upp völlinn og það er allt í lagi á meðan andstæðingurinn liggur þétt til baka. Það getur líka verið hættulegt.," sagði Guðni en FH breytti í fjögurra manna varnarlínu í seinni hálfleik og kom þá aðeins meira jafnvægi á liðið.

FH hefur að undanförnu verið án tveggja erlendra leikmanna sem spiluðu með liðinu fyrri hluta sumars. Það eru þær Coleen Kennedy og Shaina Faiena Ashouri. Guðni var spurður út í það.

„Þá þyrftum við að vera með ansi langt viðtal. Í stuttu máli snýst þetta um pappírsvinnu. Þetta er pappírsvinnsluvesen og liggur í kerfinu. Svo ég vitna í Little Britain: 'Computer says no'. Þetta er ekki bara súrt fyrir FH, þetta er líka súrt fyrir leikmennina sjálfa. Þetta er galið finnst mér," sagði Guðni en báðir leikmenn fengu leikheimild frá KSÍ en svo fengu þær ekki leyfi frá útlendingastofnun til að vera hér - af einhverri ástæðu.

Hægt er að hlusta á umræðu um málið í nýjasta þætti Heimavallarins hér fyrir neðan.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni. FH er á toppnum og er útlitið gott. „Næsti leikur er á fimmtudag og við hugsum ekkert lengra en það," sagði Guðni en hann hvetur alla FH-inga að skella sér á völlinn og styðja við bakið á toppliðinu.

„Þessar stelpur sýna fyrir hvað FH stendur; það er hjarta, sál, það er verið að leggja sig fram og þær eru að ná árangri. Þetta eru stelpur sem eru að gefa hjarta og sál í þetta. Ef það er ekki FH, þá veit ég ekki hvað."
Athugasemdir
banner
banner