Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
   fös 12. ágúst 2022 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi Már: Ég er hálf orðlaus
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már þjálfari Aftureldingar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-2 á dramatískan hátt gegn Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Ég er gríðarlega svekktur. Við vorum með þennan leik þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og það er alveg hreint með ólíkindum að þeir hafi unnið hann 4-2. Þetta var lélegt af okkar hálfu, algjör óþarfi. Ég er hálf orðlaus að þetta hafi endað svona, það var engin ástæða til þess að tapa þessum leik."

Afturelding fékk nóg af færum til að gera út um leikinn í stöðunni 2-1 meðal annars eitt sem Hrafn Guðmundsson fær bara mínútu áður en Grótta jafnar.

„Við fengum líka urmul af færum í fyrri hálfleik, vorum í góðum stöðum til að skora og áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik líka þannig það er hægt að horfa á fullt af atvikum í þessum leik á báðum endum en í enda dag þá bara töpuðum við þessum leik. Þeir gerðu vel og refsuðu okkur og því fór sem fór. Við hefðum bara átt að gera betur það er bara þannig. Grótta er gott lið með góða leikmenn fram á við sem refsa og við getum ekki gert okkur það að bjóða upp á mistökin sem við gerum hérna í kvöld og því miður þá var það svo."

Þetta var alveg hádramatískur leikur þar sem nóg af spjöldum fóru á loft og nóg af köllum eftir vítaspyrnum. Hvernig fannst þér frammistaða dómarans?

„Bara ágæt. Ég er örugglega ósammála einhverju og sumt var rétt og annað ekki. Þessi víti eru 100% víti, ég hefði kannski viljað fá þriðja vítið en það er kannski full mikil heimtufrekja hjá mér. En nei nei hann dæmdi þetta og gerði það ágætlega, þetta var hita leikur og bara fín frammistaða."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Magnús nánar um eigin leikmenn og mistök liðsins í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner