Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 12. ágúst 2022 21:58
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi Már: Ég er hálf orðlaus
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már þjálfari Aftureldingar var svekktur eftir að liðið hans tapaði 4-2 á dramatískan hátt gegn Gróttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  2 Afturelding

„Ég er gríðarlega svekktur. Við vorum með þennan leik þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og það er alveg hreint með ólíkindum að þeir hafi unnið hann 4-2. Þetta var lélegt af okkar hálfu, algjör óþarfi. Ég er hálf orðlaus að þetta hafi endað svona, það var engin ástæða til þess að tapa þessum leik."

Afturelding fékk nóg af færum til að gera út um leikinn í stöðunni 2-1 meðal annars eitt sem Hrafn Guðmundsson fær bara mínútu áður en Grótta jafnar.

„Við fengum líka urmul af færum í fyrri hálfleik, vorum í góðum stöðum til að skora og áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik líka þannig það er hægt að horfa á fullt af atvikum í þessum leik á báðum endum en í enda dag þá bara töpuðum við þessum leik. Þeir gerðu vel og refsuðu okkur og því fór sem fór. Við hefðum bara átt að gera betur það er bara þannig. Grótta er gott lið með góða leikmenn fram á við sem refsa og við getum ekki gert okkur það að bjóða upp á mistökin sem við gerum hérna í kvöld og því miður þá var það svo."

Þetta var alveg hádramatískur leikur þar sem nóg af spjöldum fóru á loft og nóg af köllum eftir vítaspyrnum. Hvernig fannst þér frammistaða dómarans?

„Bara ágæt. Ég er örugglega ósammála einhverju og sumt var rétt og annað ekki. Þessi víti eru 100% víti, ég hefði kannski viljað fá þriðja vítið en það er kannski full mikil heimtufrekja hjá mér. En nei nei hann dæmdi þetta og gerði það ágætlega, þetta var hita leikur og bara fín frammistaða."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Magnús nánar um eigin leikmenn og mistök liðsins í leiknum.


Athugasemdir
banner