Sindri Snær Magnússon lék á mánudag sinn þriðja leik með Keflavík í sumar og var það hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar.
Hann kom við sögu í bikarleiknum gegn Njarðvík í maí en hafði fyrir það ekki spilað í byrjun móts og spilaði svo ekki næstu tvo mánuðina.
Hann kom við sögu í bikarleiknum gegn Njarðvík í maí en hafði fyrir það ekki spilað í byrjun móts og spilaði svo ekki næstu tvo mánuðina.
Gegn Leikni á mánudag lék hann allan leikinn þegar Keflavík vann 1-2 sigur í Bestu deildinni.
Frans Elvarsson, samherji Sindra, var til viðtals eftir leik og var spurður út í Sindra.
„Já, mjög góður. Hann er hæfileikaríkur leikmaður þannig það er gott að fá hann inn í liðið. Hann er að spila sig í gang núna og verður bara betri með hverjum leik sem líður," sagði Frans.
Sindri er þrítugur miðjumaður sem gekk í raðir Keflavíkur frá ÍA fyrir þetta tímabil. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann er leikmaður Keflavíkur því hann var það líka tímabilin 2014-15.
Sjá einnig:
Sindri fór á hestbak á nafna sínum í miðjum leik (myndir)
Athugasemdir