Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, og Cole Palmer, leikmaður Chelsea, eru meðal þeirra sem koma til greina til að hljóta verðlaun sem ungi leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Samtök atvinnufótboltamanna á Englandi standa fyrir kjörinu en Saka vann verðlaunin á síðasta ári.
Palmer er talinn sigurstranglegur en hann kom með beinum hætti að 33 mörkum fyrir Chelsea á síðasta tímabili. Hann skoraði 22 mörk og lék svo með enska landsliðinu á EM.
Tveir leikmenn Manchester United eru tilnefndir; Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho, markaskorarar liðsins í úrslitaleik FA bikarsins.
Þá Michael Olise, sem gekk í raðir Bayern München frá Crystal Palace í sumar, einnig á listanum og líka Joao Pedro hjá Brighton.
Þriðjudaginn 20. ágúst verða úrslit kunngjörð.
Samtök atvinnufótboltamanna á Englandi standa fyrir kjörinu en Saka vann verðlaunin á síðasta ári.
Palmer er talinn sigurstranglegur en hann kom með beinum hætti að 33 mörkum fyrir Chelsea á síðasta tímabili. Hann skoraði 22 mörk og lék svo með enska landsliðinu á EM.
Tveir leikmenn Manchester United eru tilnefndir; Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho, markaskorarar liðsins í úrslitaleik FA bikarsins.
Þá Michael Olise, sem gekk í raðir Bayern München frá Crystal Palace í sumar, einnig á listanum og líka Joao Pedro hjá Brighton.
Þriðjudaginn 20. ágúst verða úrslit kunngjörð.
Alejandro Garnacho - Manchester United
Kobbie Mainoo - Manchester United
Cole Palmer - Chelsea
Joao Pedro - Brighton
Bukayo Saka - Arsenal
Michael Olise Crystal Palace
Athugasemdir