„Já vá! Vorum búnir að fá tvö stig í síðustu fjórum leikjum og alveg kominn tími á sigur áður en maður fellur í einhverja gryfju og gleymir hvernig maður á að vinna leiki" sagði glaður fyrirliði ÍA Viktor Jónsson eftir 1- 0 sigur á Fram í kvöld á Akranesi.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Fram
„Við vorum ákveðnir í því að rífa upp tempóið á æfingum og fá aðeins meiri rythma í þetta hjá okkur og mér fannst vera betri rythmi í þessu í dag og það skilaði sigri"
Viktor er kominn með 14 mörk í deildinni eftir leikinn í dag, eða hvað, var þetta sjálfsmark hjá Fram?
„Já ég skora og nei nei þetta er ekki sjálfsmark. Ég sé að boltinn er á leiðinni inn. Ég á eftir að sjá þetta aftur en mér sýndist hann vera við línuna og ég talaði um þetta við Pétur (dómara) og hann sagði boltinn er bara við það að fara inn. Hann reynir að hreinsa en nær því ekki og þetta er bara markið mitt"
Nánar er rætt við Viktor hér að ofan. Meðal annars um markakóngsmetið í deildinni.