Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   þri 12. ágúst 2025 00:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
Björn Daníel þakkaði Sigurði Bjarti sérstaklega fyrir
Sigurður Bjartur frábær.
Sigurður Bjartur frábær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel.
Björn Daníel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjóns.
Heimir Guðjóns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Bjartur Hallsson var besti maður vallarins á Kaplakrikavelli þegar FH kom til baka og vann 3-2 sigur á ÍA í kvöld. ÍA byrjaði mikið mun betur og var verðskuldað 0-2 yfir eftir 35 mínútna leik.

Í kjölfarið lét Heimir Guðjónsson óánægju sína í ljós með sinn fyrrum liðsfélaga, Dean Martin, og bæði þjálfari FH og aðstoðarþjálfari ÍA fengu rauða spjaldið. Heimir var ósáttur með Deano sem hélt á boltanum þegar FH ætlaði að taka innkast og fóru þeir enni í enni.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

En aftur að Sigurði Bjarti og hans þætti í sigrinum. Hann skoraði annað og þriðja mark FH liðsins, fyrra markið var „Sigga Hall special", laglegt vippumark og seinna markið var sömuleiðis mjög vel tekið eftir undirbúning frá Einari Karli Ingvarssyni. Sigurður Bjartur var að skora sitt sjöunda og áttunda mark í Bestu deildinni í sumar.

Fyrirliðinn Björn Daníel Sverrisson ræddi við mbl.is eftir leikinn.

„Ég er þakk­lát­ur Sig­urði Bjarti sér­stak­lega sem tók liðið á bakið og kláraði þenn­an leik fyr­ir okk­ur. Hann var gjörsamlega geggjaður."

„Þrátt fyr­ir að bæði ég og Kjart­an höf­um klikkað á vít­um þá leið mér alltaf eins og við vær­um að fara jafna þenn­an leik. Síðustu 7-8 mínúturn­ar í fyrri hálfleik og nán­ast all­an seinni hálfleik fannst mér við vera með öll völd á vell­in­um."

„Fyrstu 35 mín­út­urn­ar í leikn­um gát­um við hins veg­ar gjörsamlega ekk­ert í leikn­um og vor­um al­gjör­lega öm­ur­leg­ir. En þetta var frá­bær sig­ur og ég er þakk­lát­ur Sig­urði Bjarti fyr­ir hans fram­lag í þess­um leik,"
sagði Björn Daníel við Jón Kristin Jónsson.

Eins og fyrirliðinn nefnir þá klikkuðu hann og Kjartan Kári Halldórsson úr vítaspyrnum í leiknum. Árni Marinó Einarsson varði vel frá Kjartani Kára og skutlaði sér svo ekki þegar Björn Daníel vippaði á markið, ansi lélegt þegar það klikkar.

„Ég er reynd­ar al­veg brjálaður út í Árna Marinó að skutla sér ekki," sagði Björn Daníel og hló. „Ég bjóst alltaf við því að hann myndi skutla sér í vít­inu. Svona er þetta og við bökkuðum hvorn annan upp og það er það sem þurfti í kvöld. Frá­bær liðssig­ur í kvöld. Síðan var Heim­ir masterclass að láta reka sig út af þarna og kveikja í okk­ur."

„Við viss­um að gamli væri brjálaður yfir frammistöðunni. Ég sá hann glotta þegar hann fékk rauða spjaldið,"
sagði Björn Daníel og er tekið fram að hann hafi sagt það í kaldhæðni.

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér.
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Athugasemdir
banner