,Tilfinningin er góð að halda sætinu í deildinni sem var okkar markmið," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Pepsi Max deild kvenna eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 0 Keflavík
„Það voru tvö öflug varnarlið sem mættust svo fyrir leik hefðu þetta ekki verið ólíkleg úrslit. Ég er fyrst og fremst glaður með að ná í stig og vera ósigraðar í fimm leikjum í röð."
Eins og hann kom inná endaði Keflavík tímabilið frábærlega. M.a. stig gegn Breiðablik og Val.
„Það voru margir sem spáðu okkur niður og enn fleiri þegar við fórum inn í þessa lokatörn þegar við erum neðstar og eigum eftir þetta gríðarlega erfiða program, fara til Vestmannaeyja og ná í sigur, fara á Krókinn og vinnum, koma hingað og ná í stig og inná milli eigum við leiki gegn Val og Breiðablik og náðum í stig þar líka, taplausar í gegnum þessa leiki sem er geggjuð frammistaða."
Gunnar hefur verið þjálfari liðsins í 6 ár en samningur hans er að renna út. Hann vildi ekkert segja til um hvort hann vildi vera áfram.
Athugasemdir