Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag.
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   sun 12. september 2021 17:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar: Góð tilfinning að halda sætinu í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,Tilfinningin er góð að halda sætinu í deildinni sem var okkar markmið," sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í Pepsi Max deild kvenna eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  0 Keflavík

„Það voru tvö öflug varnarlið sem mættust svo fyrir leik hefðu þetta ekki verið ólíkleg úrslit. Ég er fyrst og fremst glaður með að ná í stig og vera ósigraðar í fimm leikjum í röð."

Eins og hann kom inná endaði Keflavík tímabilið frábærlega. M.a. stig gegn Breiðablik og Val.

„Það voru margir sem spáðu okkur niður og enn fleiri þegar við fórum inn í þessa lokatörn þegar við erum neðstar og eigum eftir þetta gríðarlega erfiða program, fara til Vestmannaeyja og ná í sigur, fara á Krókinn og vinnum, koma hingað og ná í stig og inná milli eigum við leiki gegn Val og Breiðablik og náðum í stig þar líka, taplausar í gegnum þessa leiki sem er geggjuð frammistaða."

Gunnar hefur verið þjálfari liðsins í 6 ár en samningur hans er að renna út. Hann vildi ekkert segja til um hvort hann vildi vera áfram.
Athugasemdir
banner