Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 12. september 2024 08:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Irish Mirror 
Gagnrýnir írska sambandið harkalega - Finnur til með Heimi
Mynd: Getty Images

Shay Given, fyrrum landsliðsmarkvörður Íra, gagnrýnir írska sambandið harkalega í tengslum við ráðninguna á Heimi Hallgrímssyni.


Heimir var kynntur sem landsliðsþjálfari Íra í júlí og liðið spilaði sína fyrstu leiki undir hans stjórn á dögunum. Töp gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni.

Írska sambandið var í leit að nýjum þjálfara til að taka við af Stephen Kenny stóð í 231 dag þar til Heimir var loksins staðfestur en hann var ráðinn stuttu eftir að hafa sagt upp sem þjálfari landsliðs Jamaíku.

„Allt ferlið við að ná í nýjan þjálfara var, ég veit ekki hvað rétta orðið er….rugl. Heimir fær gagnrýni líka því þjálfarinn velur liðið og leikkerfið. En í stærra samhengi er fáránlegt hvað þessi ráðning tók langan tíma." sagði Given.

„Við hefðum átt meiri séns með þjálfara sem fékk æfingaleiki en ég finn til með manninum. Hann tapaði fyrstu tveimur keppnisleikjunum og þá er hann strax kominn með stuðningsmennina á móti sér. Þetta er ekki hin fullkomna byrjun en undirbúningurinn var ekki ákjósanlegur," sagði Given.


Athugasemdir
banner
banner
banner