Elvar Geir Magnússon skrifar frá Hilton Nordica
„Af hverju höfum við ekki ástæðu til að vera bjartsýn? Hollendingar hafa verið í basli en eru hinsvegar bronsliðið frá HM og með frábæra leikmenn. Ef þetta smellur hjá þeim gæti þetta verið erfitt fyrir okkur," segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV.
Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45.
Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45.
„Það kemur mér ekki á óvart að við séum með sex stig. Hinsvegar kemur á óvart að við höfum skorað þrjú gegn Tyrkjunum og fylgt því eftir með þremur mörkum gegn Lettunum. Það kemur skemmtilega á óvart."
Varðandi byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum er Einar Örn óviss um hvað Lars og Heimir munu gera.
„Það var auðvelt að spá fyrir um liðið gegn Lettum en ég gæti séð eina eða tvær breytingar að því gefnu að allir séu heilir eftir föstudaginn. Maður biður til Guðs að Gylfi verði klár."
Einar er sammála því að stærsta spurningin sé kannski hver verði frammi með Kolbeini.
„Jón Daði kom skemmtilega á óvart á móti Tyrkjunum en hann og Kolli áttu báðir erfitt gegn þessari rútu sem Lettarnir stilltu upp. Ef þeir gera breytingu gæti ég séð Alfreð (Finnbogason) koma inn fyrir Jón Daða."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























