Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   sun 12. október 2014 16:30
Elvar Geir Magnússon
Einar Örn: Biður til Guðs að Gylfi verði klár
Elvar Geir Magnússon skrifar frá Hilton Nordica
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Af hverju höfum við ekki ástæðu til að vera bjartsýn? Hollendingar hafa verið í basli en eru hinsvegar bronsliðið frá HM og með frábæra leikmenn. Ef þetta smellur hjá þeim gæti þetta verið erfitt fyrir okkur," segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV.

Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45.

„Það kemur mér ekki á óvart að við séum með sex stig. Hinsvegar kemur á óvart að við höfum skorað þrjú gegn Tyrkjunum og fylgt því eftir með þremur mörkum gegn Lettunum. Það kemur skemmtilega á óvart."

Varðandi byrjunarlið Íslands gegn Hollendingum er Einar Örn óviss um hvað Lars og Heimir munu gera.

„Það var auðvelt að spá fyrir um liðið gegn Lettum en ég gæti séð eina eða tvær breytingar að því gefnu að allir séu heilir eftir föstudaginn. Maður biður til Guðs að Gylfi verði klár."

Einar er sammála því að stærsta spurningin sé kannski hver verði frammi með Kolbeini.

„Jón Daði kom skemmtilega á óvart á móti Tyrkjunum en hann og Kolli áttu báðir erfitt gegn þessari rútu sem Lettarnir stilltu upp. Ef þeir gera breytingu gæti ég séð Alfreð (Finnbogason) koma inn fyrir Jón Daða."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner