Undrabarnið Lamine Yamal mun klæðast treyju númer 10 hjá Spánverjum í þessu landsliðsverkefni.
Yamal var í risastóru hlutverki í sumar er Spánn varð Evrópumeistari og það þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall. Hann varð síðan 17 ára einum degi fyrir úrslitaleikinn.
Spánverjinn klæddist þá treyju númer 19 en hann hefur skipt um númer fyrir þetta verkefni.
Hann verður í tíunni, sem Dani Olmo hefur klæðst hingað til, en Olmo er meiddur.
Ekki er ljóst hvort Yamal fái þetta númer til frambúðar eða hvort það sé bara í þessu verkefni.
Spænskir miðlar hafa þá spáð því að Yamal fái sama treyjunúmer hjá Barcelona á næstunni, en í dag er Ansu Fati í tíunni. Hann er sagður á útleið sem myndi þá gefa Yamal greiða leið til að taka númerið.
Athugasemdir