„Þegar þessar tvær þjóðir mætast þá er þetta oft mjög jafnt. Ég reikna með að þetta verði 50/50 leikur," segir Lars Lagerback landsliðsþjálfari Íslands um umspilsleik Svíþjóðar og Danmörkur.
Svíþjóð og Danmörk eru að berjast um laust sæti á EM næsta sumar á meðan Lars er byrjaður að undirbúa íslenska landsliðið af krafti fyrir lokakeppnina. Hann segir að pressan sé mikil hjá bæði Svíþjóð og Danmörku fyrir umspilsleikina.
Svíþjóð og Danmörk eru að berjast um laust sæti á EM næsta sumar á meðan Lars er byrjaður að undirbúa íslenska landsliðið af krafti fyrir lokakeppnina. Hann segir að pressan sé mikil hjá bæði Svíþjóð og Danmörku fyrir umspilsleikina.
„Það er mikil pressa á báðum liðum fótboltalega séð og líka fjárhagslega séð, að komast í úrslitakeppnina. Þetta er mjög mikilvægur leikur á marga vegu fyrir bæði Danmörk og Svíjóð."
Lars segist helst ekki vilja mæta löndum sínum frá Svíþjóð ef þeir komast áfram í lokakeppninna næsta sumar.
„Við vitum ekkert hvað gerist og ég eyði ekki mikilli orku í þetta því að ég get ekki haft áhrif á dráttinn ef Svíar komast áfram. Ég vil samt ekki mæta Svíum því að ég hef tilfinningar til þeirra og vil ekki að Ísland sparki þeim úr mótinu. Þetta er samt ekki mikilvægt fyrir mig, við tökum hverjum sem við mætum og reynum auðvitað að vinna," sagði Lars við Fótbolta.net.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir

























