Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði eitt af mörkum Beerschot í 3-0 sigri liðsins á Virton í belgísku B-deildinni í dag. Þetta var fjórða mark hans fyrir liðið síðan hann kom frá KA.
KA-maðurinn var í byrjunarliði Beerschot og skoraði mark sitt á 70. mínútu leiksins en það var annað mark liðsins.
Beerschot bætti við þriðja markinu stuttu síðar. Nökkvi átti skot í þverslá og fór boltinn þaðan á samherja hans sem gerði út um leikinn.
Nökkvi er kominn með þrjú mörk í deildinni á tímabilinu og eitt í bikar.
Beerschot er í 3. sæti deildarinnar með 23 stig, einu stigi frá toppnum.
Athugasemdir