Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bjuggu til myndband gegn óíþróttamannslegri hegðun
Portúgalir eiga leiki við Pólland og Króatíu í landsleikjahlénu.
Portúgalir eiga leiki við Pólland og Króatíu í landsleikjahlénu.
Mynd: EPA
Portúgalska fótboltasambandið tók sig til og bjó til stutt myndband sem á að vinna gegn óíþróttamannslegri hegðun í fótbolta.

Óíþróttamannsleg hegðun í fótbolta hefur verið að færast meira í aukana á undanförnum árum, þar sem er sífellt verið að nota nýjar aðferðir til að tefja leiki og koma andstæðingum úr jafnvægi.

Portúgalskir leikmenn eru engin undantekning og hvetur portúgalska fótboltasambandið landsmenn til að slaka á í leikaraskapnum.

Til þess skapaði sambandið skemmtilegt myndband sem sýnir frá fótboltaæfingu portúgalskra barna, nema að í stað þess að kenna þeim venjulegan fótbolta er þeim kennt hvernig er best að taka andstæðingana sína úr jafnvægi án þess að spila boltanum.

Portugal Football Federation launched a promotional video against unsportsmanlike conduct and for fair play in football
byu/sittingduck__ insoccer

Athugasemdir
banner
banner