Myndband af úrvalsdeildardómaranum David Coote vakti athygli í netheimum í gær. Í myndbandinu kallaði hann Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, „tussu" og gripu dómarasamtökin til þess ráðs að senda hann tafarlaust í leyfi.
Coote er enginn aðdáandi Klopp, þeim lenti saman eftir leik Liverpool og Burnley árið 2020 þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli. BBC tók saman tölfræði um dómarann í dag.
Coote er enginn aðdáandi Klopp, þeim lenti saman eftir leik Liverpool og Burnley árið 2020 þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli. BBC tók saman tölfræði um dómarann í dag.
Ellefu af 64 úrvalsdeldarleikjum Coote sem VAR-dómari hafa verið með Liverpool. Hann kom ekki nálægt úrvalsdeildarleikjum Liverpool í talsverðan tíma eftir 2-2 jafntefli gegn Everton á Goodison í október 2020. Á síðasta tímabili var hann VAR-dómari í sjö leikjum Liverpool.
Hann hefur einungis verið með flautuna í þremur úrvalsdeildarleikjum þar sem Liverpool hefur verið að spila. Fyrst var það leikurinn gegn Burnley í júlí 2020. Eftir það dæmdi hann ekki úrvalsdeildarleik hjá Liverpool í tæp fjögur ár, ekki fyrr en gegn Brighton í mars á þessu ári og hann dæmdi svo leikinn gegn Aston Villa á laugardagskvöld, tveir sigrar og eitt jafntefli. Alls hefur hann dæmt átta leiki með Liverpool í öllum keppnum. Liverpool hefur unnið fimm, gert eitt jafntefli og tapað gegn Brighton (bikar) og Man City (deildabikar) tímabilið 2022/23.
Coote er skráður sem stuðningsmaður Notts County sem er í ensku D-deildinni. Hann er frá Nottingham-skíri og má ekki dæma leiki með Notts County og ekki heldur Nottingham Forest.
Athugasemdir