Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. desember 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Af hverju fær Neville að tala um leikmenn í sjónvarpi?
Ekki ánægður með Neville bræður.
Ekki ánægður með Neville bræður.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur skotið á Gary og Phil Neville eftir gagnrýni þeirra á markvörðinn Loris Karius. Bæði Gary og Phil hafa gagnrýnt Karius að undanförnu eftir slaka frammistöðu Þjóðverjans í marki Liverpool.

Klopp hefur skotið til baka á Neville og sagt að hann geti ekki gagnrýnt mikið eftir reynslu sína sem þjálfari. Neville var rekinn frá Valencia á síðasta tímabili eftir einungis 28 leiki í starfi.

„Hann var í vandræðum í (þjálfara) starfi sínu þegar hann var að dæma leikmenn svo af hverju fær hann að tala um leikmenn í sjónvarpinu?" sagði Klopp.

„Sérfræðingar, sem eru flestir fyrrum leikmenn, hafa gleymt algjörlega hvernig það er að vera gagnrýndur."

„Sérstaklega Neville bræðurnir. Sá þeirra sem var þjálfari, hann ætti auðvitað að vita að of mikil gagnrýni hjálpar aldrei. Ég hugsa að hann hafi hins vegar ekki áhuga á að hjálpa leikmanni Liverpool. Það þýðir samt ekki að hlutirnir sem hann segir séu réttir."

„Ég hlusta ekki á þá. Ég er viss um að Jamie Carragher talar ekki á of jákvæðan hátt um leikmenn Manchester United."

„Auðvitað kunna Neville bræðurnir ekki vel við Liverpool. Þið megið segja honum að ég er ekki á Twitter svo hann vill segja eitthvað við mig þá hjálpar ekki að gera það á Twitter,"
sagði Klopp við fréttamenn.

Sjá einnig:
Karius: Mér er alveg sama hvað Gary Neville segir
Neville svarar Karius: Misheppnaður þjálfari veit ekki neitt
Athugasemdir
banner
banner
banner