Rasmus Höjlund var hetja Man Utd þegar hann skoraði bæði mörkin í endurkomusigri á Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í kvöld.
Hann var svekktur að hafa ekki náð þrennunni en það var tækifæri fyrir hann seint í leiknum en Amad Diallo ákvað að taka skotið frekar en að senda á danska framerjann.
Það virtist fara illa í Höjlund en þeir rifust inn á vellinum eftir leikinn. Ruben Amorim var spurður út í þetta eftir leikinn.
Hann var svekktur að hafa ekki náð þrennunni en það var tækifæri fyrir hann seint í leiknum en Amad Diallo ákvað að taka skotið frekar en að senda á danska framerjann.
Það virtist fara illa í Höjlund en þeir rifust inn á vellinum eftir leikinn. Ruben Amorim var spurður út í þetta eftir leikinn.
„Fyrir mér er þetta fullkomið. Við verðum að berjast fyrir hvorn annan eins og þetta sé fjölskylda, fyrir mér er þetta mjög gott merki," sagði Amorim.
„Það er ljóst að þeim sé ekki sama. Þegar þér er alveg sama gerir þú ekki neitt. Þegar þér er ekki sama berstu með bróður þínum, föður og móður."
„Þetta er eðlilegt, jákvætt og heilbrigt. Ég leyfi leikmönnunum og fyrirliðanum að leysa úr þessu. Ef ég tel að þetta sé ofmikið mun ég fara inn í búningsklefann. Þetta er þeirra svæði og þeir verða að tala og slást. Fyrir mér er það mjög mikilvægt," sagði Amorim að lokum.
Rasmus Højlund and Amad Diallo got into an argument after Man United's game against Viktoria Plzen.
— ESPN UK (@ESPNUK) December 12, 2024
Late in the match, Amad chose to take a shot instead of passing to Højlund denying a potential chance to complete a hat-trick. pic.twitter.com/j072gS90w3
Athugasemdir