Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. janúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvert fer Aron? - „Kína, Bandaríkin og Ísland þess vegna"
Aron er að leita sér að nýju félagi.
Aron er að leita sér að nýju félagi.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er að leita sér að nýju félagi eftir að hann yfirgaf herbúðir sænska félagsins Hammarby fyrir nokkrum dögum síðan.

Hinn þrítugi Aron átti gott tímabil með Hammarby á síðasta ári eftir mikla þrautagöngu vegna meiðsla. Hann skoraði tólf mörk í 22 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni.

Aron var nýverið í viðtali í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið hjá Jóhanni Skúla Jónssyni. Þar var hann spurður út í það hvað framtíðin bæri í skauti sér.

„Það er milljón dollara spurningin," sagði Aron.

„Við vorum með samning út 2022 en vorum með ákvæði um hvort við myndum halda áfram eða ekki. Það voru vissir hlutir sem ég var ekki alveg nógu ánægður með, en maður er þakklátur fyrir að hafa verið þar og þakklátur að það gekk vel."

„Núna er maður að bíða við símann og sjá hvað gerist. Þetta getur verið hvað sem er; Kína, Bandaríkin og Ísland þess vegna. Ég reikna ekki með því að enda á Íslandi, ég vona að það komi eitthvað erlendis frá."

Aron ólst upp í Fjölni á Íslandi en hann fæddist í Bandaríkjunum og á nítján landsleiki að baki með Bandaríkjunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner