Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 13. janúar 2023 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði HK framlengir til þriggja ára
Kvenaboltinn
Mynd: HK

Ísabella Eva Aradóttir, fyrirliði HK, er búin að framlengja samning sinn við félagið til þriggja ára.


Þetta eru frábær tíðindi fyrir Kópavogsstúlkur þar sem Ísabella Eva, sem er fædd 1999, er lykilleikmaður liðsins og er með 141 leik að baki fyrir meistaraflokk.

Ísabella er uppalin hjá HK og stefnir með félaginu upp í efstu deild á þessu ári. HK leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa endað í fjórða sæti í fyrra.

„Hún sýnir með þessu samningi mikla trú og tryggð við félagið og stefnu þess. Nokkuð sem er félaginu svo gott sem ómetanlegt," segir í yfirlýsingu frá HK.

Sjáðu kynningarmyndbandið


Athugasemdir
banner