Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmót kvenna: Valur byrjar á 13 mörkum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 13 - 0 Fram
1-0 Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir ('11)
2-0 Eva Stefánsdóttir ('13)
3-0 Eva Stefánsdóttir ('18)
4-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('21)
5-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('24)
6-0 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('38)
7-0 Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir ('51)
8-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('52)
9-0 Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir ('67)
10-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('68)
11-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('73)
12-0 Bryndís Eiríksdóttir ('78)
13-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('90)


Valur og Fram áttust við í opnunarleik Reykjavíkurmóts kvenna í dag á Origo vellinum að Hlíðarenda.

Íslandsmeistarar Vals tóku þar á móti Fram sem vann 2. deildina í fyrra og mun því spila í Lengjudeildinni í sumar.

Valur gerði sér lítið fyrir og gjörsamlega rúllaði yfir gestina. Lokatölur urðu 13-0 þar sem Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir, fædd 2005, setti þrennu.

Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði fjögur á meðan Eva Stefánsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir settu tvennu hvor.

Til gamans má geta að Valur byrjaði síðasta Reykjavíkurmót á 12-0 sigri gegn KR 13. janúar 2022. Í fyrra tókst Val þó ekki að vinna riðilinn og komst því ekki í úrslitaleikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner