Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 18:40
Elvar Geir Magnússon
Cambiaso undir smásjá Man City
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Andrea Cambiaso hjá Juventus er undir smásjá Manchester City.

Cambiaso er 24 ára og hefur leikið þrettán landsleiki fyrir Ítalíu.

Pep Guardiola vinn styrkja varnarlínu sína en eins og fram hefur komið þá virðist Kyle Walker á förum. Hann hefur verið orðaður við AC Milan, Inter og félög í Sádi-Arabíu.

City hefur enn ekki gert tilboð í Cambiaso en ítalskir fjölmiðlar hafa einnig talað um áhuga Real Madrid á leikmanninum fjölhæfa.

Cambiaso getur spilað í báðum bakvörðum, sem vængbakvörður og einnig leyst miðjuhlutverk ef á þarf að halda.
Athugasemdir
banner
banner