Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 13. febrúar 2020 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski bikarinn: Sociedad lagði Mirandes að velli
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 2 - 1 Mirandes
1-0 Mikel Oyarzabal ('9 , víti)
1-1 Matheus Aias ('39 )
2-1 Martin Odegaard ('42 )

Real Sociedad hafði betur gegn Mirandes þegar liðin mættust í undanúrslitum spænska bikarsins. Í undanúrslitum bikarsins er um tveggja leikja einvígi að ræða og var fyrri leikurinn í kvöld á heimavelli Sociedad.

Sociedad byrjaði leikinn vel og komst yfir úr vítaspyrnu eftir aðeins níu mínútur. Mikel Oyarzabal skoraði af punktinum. B-deildarlið Mirandes, sem slegið hefur úrvalsdeildarliðin Celta, Villarreal og Sevilla úr bikarnum, gafst hins vegar ekki upp og jafnaði fyrir leikhlé.

Staðan var þó ekki jöfn í hálfleiknum því Normaðurinn Martin Ödegaard kom Sociedad aftur yfir áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og lokatölur því 2-1, Sociedad í vil.

Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Mirandes þann 4. mars næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner