Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 13. febrúar 2021 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Funheitur Gundogan kláraði Spurs - Staða Móra í hættu?
Sextándi sigur City í röð
Seinna markinu fagnað
Seinna markinu fagnað
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 0 Tottenham
1-0 Rodri Hernandez ('23 , penalty goal)
2-0 Ilkay Gundogan ('50 )
3-0 Ilkay Gundogan ('66 )

Manchester City vann Tottenham í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er því komið með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar sem Manchester United getur minnkað niður í fimm stig með sigri á morgun. Sigur City var sá sextándi í röð hjá liðinu í öllum keppnum.

City leiddi með einu marki í leikhléi því Rodri skoraði úr vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins. Í seinni hálfleik var það svo Ilkay Gundogan sem skoraði tvö mörk og innsiglaði sigur gestanna. Gundogan hefur verið funheitur á árinu og skorað alls níu mörk í síðustu níu leikjum.

Seinna mark Gundogan kom á 66. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ederson í marki City. Þremur mínútum síðar þurfti þó Gundogan að fara af velli vegna meiðsla.

City hélt boltanum í 60% af þeim tíma sem hann var inn á vellinum í leinum. Tottenham reyndi lítið í fyrri hálfleiknum en meira í þeim síðari, án árangurs. Gestirnir eru nú í 8. sæti og hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum í öllum keppnum, gæti staða Jose Mourinho í stjórasæti Spurs verið í hættu?
Athugasemdir
banner