Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Pepsi Max-liðin með sigra á Lengjudeildarliðum
Emil Atlason gerði tvennu fyrir Stjörnuna.
Emil Atlason gerði tvennu fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir leikir búnir í A-deild Lengjubikars karla í dag þar sem lið úr Pepsi Max-deildinni mættu liðum úr Lengjudeildinni.

Í öllum fjórum leikjunum höfðu liðin úr Pepsi Max-deildinni betur.

Í riðli 1 skoraði HK tvisvar í seinni hálfleik gegn Grindvíkingum. Bjarni Gunnarsson og Birnir Snær Ingason voru á skotskónum fyrir HK-inga sem eru á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild.

Í riðli 2 gáfu Kórdrengir, sem eru nýliðar í Lengjudeildinni, liði FH hörkuleik. Leikurinn endaði 2-1 fyrir FH en Albert Brynjar Ingason klúðraði vítaspyrnu til að koma Kórdrengjum í 2-1. Sigurmark FH kom á 87. mínútu.

Þá voru tveir leikir í riðli 3. ÍA kom til baka eftir að hafa lent undir gegn Selfossi snemma leiks. Hrvoje Tokic kom Selfossi yfir en ungt lið ÍA kom til baka og vann leikinn 3-1. Þá skoraði Emil Atlason tvennu fyrir Stjörnuna í 3-2 sigri á Vestra. Brynjar Gauti Guðjónsson var einnig á skotskónum fyrir Stjörnuna á meðan Vladimir Tufegdzic skoraði bæði mörk Vestra.

Riðill 1
HK 2 - 0 Grindavík
1-0 Bjarni Gunnarsson ('64)
2-0 Birnir Snær Ingason ('75)

Riðill 2
FH 2 - 1 Kórdrengir
Mörk FH: Pétur Viðarsson og Vuk Oskar Dimitrijevic.
Mark Kórdrengja: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson

Riðill 3
ÍA 3 - 1 Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic ('5)
1-1 Brynjar Snær Pálsson ('25)
2-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('28)
3-1 Gísli Laxdal Unnarsson ('88)

Stjarnan 3 - 2 Vestri
1-0 Emil Atlason ('25)
1-1 Vladimir Tufegdzic ('38)
2-1 Brynjar Gauti Guðjónsson ('65)
3-1 Emil Atlason ('69)
3-2 Vladimir Tufegdzic ('79, víti)
Athugasemdir
banner
banner