Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. febrúar 2021 17:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Pétur Theódór með þrennu - Birkir Már hetjan í Boganum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir hófust eftir hádegi í Lengjubikarnum. Klukkan 14:00 á Vivaldivellinum tók Grótta á móti Keflavík í riðli 3.

Gestirnir komust í 0-1 áður en Pétur Theódór Árnason setti þrennu fyrir Gróttu, eitt markanna kom úr vítaspyrnu. Keflavík kom til baka í seinni hálfleik og jafnaði Kian Williams metin í uppbótartíma seinni hálfleiks. Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson skoraði hin mörk Keflavíkur.

Í riðli 1 vann Valur 0-1 sigur í Boganum gegn KA. Birkir Már Sævarsson skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.

Í riðli 2 vann Fram 3-2 heimasigur gegn Þór. Þórir Guðjónsson skoraði tvennu fyrir Fram sem kom sér í góða stöðu eftir tæplega klukkutíma leik þegar liðið skoraði tvö mörk með skömmu millibili.

Önnur úrslit í Lengjubikarnum í dag:
Pepsi Max-liðin með sigra á Lengjudeildarliðum

KA 0 - 1 Valur
0-1 Birkir Már Sævarsson ('50)

Fram 3 - 2 Þór
1-0 Þórir Guðjónsson ('19)
1-1 Guðni Sigþórsson ('33)
2-1 Þórir Guðjónsson ('56)
3-1 Alex Freyr Elísson ('58)
3-2 Ásgeir Marinó Baldvinsson ('81)

Grótta 3 - 3 Keflavík
0-1 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('16)
1-1 Pétur Theódór Árnason ('30)
2-1 Pétur Theódór Árnason ('43)
3-1 Pétur Theódór Árnason ('45+1)
3-2 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('58)
3-3 Kian Paul James Williams ('90+4)
Athugasemdir
banner
banner