Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. febrúar 2023 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ástralskur sóknarmaður í Keflavík (Staðfest) - Reynst vel síðustu ár
Brosmildur hann Jordan.
Brosmildur hann Jordan.
Mynd: Keflavík
Keflavík tilkynnti í dag að félagið hefði fengið ástralskan sóknarmann í sínar raðir. Keflvíkingar þekkja það vel að vera með ástralskan sóknarmann því Joey Gibbs lék með liðinu við góðan orðstír síðustu tímabil en ákvað að söðla um í vetur og semja við Stjörnuna. Gibbs skoraði samanlagt 41 mark í 68 deildar- og bikarleikjum með Keflavík.

Jordan Smylie er kominn í hans stað. Hann er fæddur árið 2000, kemur frá Sydney og hefur verið leikmaður Blacktown City. Hann gerir tveggja ára samning við Keflavík.

„Þar sem okkur líkar mjög vel við Ástrala og þeir reynst okkur vel þá fannst okkur nauðsynlegt að fá einn öflugan markaskorara til liðs við okkur.Við erum full tilhlökkunar að kynnast honum og hlökkum til samveru með honum innan vallar sem utan. Jordan kom til landsins í síðustu viku og hefur þegar hafið æfingar," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Hann er fimmti leikmaðurinn sem Keflavík fær í vetur.

Komnir
Daníel Gylfason frá Kórdrengjum
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Kórdrengjum
Jordan Smylie frá Ástralíu
Mathias Rosenörn frá KÍ Klaksvík
Viktor Andri Hafþórsson frá Fjölni

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni frá Víkingi)
Dani Hatakka í FH
Ingimundur Aron Guðnason hættur
Joey Gibbs í Stjörnuna
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum


Athugasemdir
banner
banner
banner