mán 13. febrúar 2023 19:09
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Everton: Simms fremstur - Van Dijk og Jota á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool og Everton eigast við í slagnum um Bítlaborgina í kvöld og verður leikið á Anfield. Byrjunarlið beggja liða hafa verið tilkynnt og má sjá hér fyrir neðan.


Liverpool, sem tapaði síðast heimaleik gegn Everton fyrir framan stuðningsmenn árið 1999, mætir til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið á erfiðum kafla fyrir félagið.

Jürgen Klopp gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Wolves í síðustu umferð. Hann setur Jordan Henderson og Fabinho inn á miðjuna fyrir Naby Keita og hinn meidda Thiago Alcantara.

Það eru góðar fréttir úr herbúðum Liverpool því Virgil van Dijk, Diogo Jota og Roberto Firmino eru allir á bekknum eftir að hafa verið meiddir að undanförnu.

Everton, sem hefur aðeins unnið einn af síðustu 24 leikjum sínum á Anfield, mætir til leiks nánast með sama lið og lagði topplið Arsenal óvænt að velli í fyrsta leiknum undir stjórn Sean Dyche í síðustu umferð.

Dyche neyðist til að gera eina breytingu. Dominic Calvert-Lewin dettur út vegna meiðsla og fær hinn 22 ára gamli Ellis Simms tækifæri í fremstu víglínu.

Simms gerði flotta hluti á láni hjá Sunderland á fyrri hluta tímabils og var endurkallaður til Everton í janúarglugganum þegar Frank Lampard var enn við stjórnvölinn.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Matip, Robertson, Bajcetic, Fabinho, Henderson, Nunez, Gakpo, Salah
Varamenn: Kelleher, Van Dijk, Milner, Elliott, Tskimikas, Phillips, Jota, Firmino, Keita

Everton: Pickford, Coleman, Coady, Tarkowski, Mykolenko, McNeil, Doucoure, Gueye, Onana, Iwobi, Simms
Varamenn: Begovic, Holgate, Gray, Mina, Maupay, Godfrey, Davies, Vinagre, Keane


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner