Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. febrúar 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea fær ekki afsökunarbeiðni frá Howard Webb
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Dómarayfirvöld á Englandi áttu afar slæma helgi þar sem tvö alvarleg mistök áttu sér stað í VAR herbergjunum, sem kostuðu stig fyrir Arsenal og Brighton.


Howard Webb er yfir dómaramálum í ensku úrvalsdeildinni og hefur beðið bæði Arsenal og Brighton afsökunar á mistökunum sem áttu sér stað.

Hann hefur þó ekki beðið Chelsea afsökunar á atviki sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðsins gegn West Ham, og mun ekki gera það.

Tomas Soucek, miðjumaður West Ham, skutlaði sér í jörðina og varði marktilraun Chelsea með handleggnum undir lok leiksins. 

Craig Pawson var á flautunni og sá ekkert athugavert við þessa markvörslu. VAR teymið gat ekkert aðhafst í ljósi þess að Pawson var vel staðsettur og sá atvikið. Dómarinn mat það sem svo að hendi Soucek hafi verið í eðlilegri stöðu uppvið líkamann til að brjóta fall leikmannsins til jarðar. 

Það eru flestir á þeirri skoðun að Pawson hafi gert hrikaleg mistök með að dæma ekki vítaspyrnu. Það er þó ljóst að hann braut engar dómarareglur við ákvarðanatökuna og því fær Chelsea enga afsökunarbeiðni.

Arsenal og Brighton fá afsökunarbeiðni vegna þess að mistökin úr þeirra leikjum eru óumdeilanleg og skrifast á mannleg mistök.

Sjá einnig:
Myndband: Soucek með frábæra vörslu og slapp með skrekkinn
Potter um Soucek: Góð markvarsla


Athugasemdir
banner
banner