Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. febrúar 2023 22:49
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir úr grannaslagnum: Bajcetic bestur
Mynd: EPA

Miðjumaðurinn ungi Stefan Bajcetic var valinn besti leikmaður vallarins er Liverpool vann nágrannaslaginn gegn Everton 2-0 á Anfield.


Bajcetic átti flottan leik og fær 9 í einkunn hjá Sky Sports á meðan sóknarlína Liverpool, sem var mynduð af Mohamed Salah, Darwin Nunez og Cody Gakpo, fær 8 fyrir sinn þátt.

Aðrir leikmenn liðsins fá 7 í einkunn nema Joel Matip, Fabinho og varamennirnir sem fá allir 6. Matip virkaði sérstaklega óöruggur á köflum.

Í liði Everton var Jordan Pickford skúrkurinn, enda fór hann í galið skógarhlaup í fyrra marki leiksins og gerði Salah kleift að senda boltann í opið mark. Pickford fær 4 fyrir sinn þátt í tapinu á meðan aðrir liðsfélagar hans fá ýmist 5 eða 6 í einkunn.

Liverpool: Alisson (7), Alexander-Arnold (7), Gomez (7), Matip (6), Robertson (7), Bajcetic (9), Fabinho (6), Henderson (7), Nunez (8), Gakpo (8), Salah (8).
Varamenn: Milner (6), Firmino (6), Jota (6)

Everton: Pickford (4), Coleman (6), Coady (5), Tarkowski (6), Mykolenko (6), McNeil (6), Doucoure (6), Gana (6), Onana (6), Iwobi (6), Simms (5).
Varamenn: Gray (5), Maupay (5), Davies (5).


Athugasemdir
banner
banner
banner