Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. febrúar 2023 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elon Musk sagður íhuga tilboð í Manchester United
Elon Musk.
Elon Musk.
Mynd: Getty Images
Elon Musk, næst ríkasti einstaklingur í heimi, er sagður fylgjast með stöðu mála hjá Manchester United.

Hinir bandarísku Glazer bræður hyggjast selja United og vilja fá staðfest tilboð á næstu dögum.

Það hefur helst verið talað um tilboð frá Emírnum í Katar og frá ríkasta manni Bretlands, Sir Jim Ratcliffe.

Núna er Musk, sem er eigandi Teslu og Twitter, sagður íhuga það að gera tilboð í félagið. Hann hefur áður ýjað að því að hann hefði áhuga á að kaupa félagið.

„Ég er ekki að fara að kaupa neitt íþróttafélag. En ef ég myndi gera það, þá myndi ég kaupa Manchester United. Það var mitt uppáhalds félag í æsku," sagði Musk í ágúst síðastliðnum.
Athugasemdir
banner
banner