Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. febrúar 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gallagher: Klár vítaspyrna á Soucek
Dermot Gallagher á Essomótinu 2006.
Dermot Gallagher á Essomótinu 2006.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr

Dermot Gallagher, fyrrum úrvalsdeildardómari og núverandi dómarasérfræðingur Sky Sports, segir að Chelsea hafi óumdeilanlega átt að fá vítaspyrnu á lokamínútunum í 1-1 jafntefli gegn West Ham um helgina.


Tomas Soucek skutlaði sér og varði boltann með handleggnum innan vítateigs, en Craig Pawson dómari dæmdi ekki vítaspyrnu. Hann mat stöðuna sem svo að handleggur Soucek væri í eðlilegri stöðu til að mýkja fallið.

Howard Webb, sem er yfir dómaramálum í ensku úrvalsdeildinni, mun ekki biðjast afsökunar vegna atviksins þar sem ekki er um dómaramistök að ræða, samkvæmt reglubókinni. 

„Þetta er klár vítaspyrna en dómarinn taldi þetta vera óviljaverk og VAR herbergið virtist vera sammála. Þeir meta atvikið þannig að Soucek fellur til jarðar og fær svo boltann óvart í handlegginn," segir Gallagher.

„Ef atvikið er skoðað betur þá sést að Soucek fellur ekki til jarðar - heldur skutlar hann sér eins og markvörður. Ég held að VAR teymið hafi ekki tekið eftir því, þeir telja hann vera að detta.

„Með því að horfa á þetta nokkrum sinnum í viðbót hefðu þeir áttað sig á því að þetta átti að vera vítaspyrna."

Sjá einnig:
Chelsea fær ekki afsökunarbeiðni frá Howard Webb


Athugasemdir
banner
banner