Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. febrúar 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland tæpur fyrir toppslaginn
Mynd: EPA

Erling Braut Haaland lenti í samstuði við Emiliano Martinez markvörð og var skipt útaf í hálfleik í 3-1 sigri Manchester City gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.


Haaland er því tæpur fyrir toppslaginn gegn Arsenal sem er á dagskrá miðvikudagskvöld. Norðmaðurinn hlaut ekki alvarleg meiðsli af högginu en það á enn eftir að koma í ljós hvort hann geti verið með í vikunni.

Haaland varð fyrir högginu um miðbik fyrri hálfleiks og gaf stoðsendingu á Ilkay Gündogan í kjölfarið, áður en honum var skipt útaf.

„Hann fékk þungt högg og við viljum ekki taka neinar áhættur með hann. Hann verður vonandi klár í slaginn gegn Arsenal en við verðum að bíða og sjá," sagði Guardiola við Sky Sports.

„Við erum bara með 18-19 leikmenn í hóp, sem er líklega minnsti leikmannahópur ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikilvægt fyrir okkur að missa leikmenn ekki í meiðsli og þess vegna erum við með bestu lækna og sjúkraþjálfara sem völ er á."

Þessi síðustu ummæli hafa vakið athygli í ljósi þess að það eru 23 leikmenn í hóp hjá City og þá er John Stones sá eini sem er að glíma við meiðslavandræði - að undanskildum Haaland. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner