Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. febrúar 2023 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ihattaren handtekinn á nýjan leik
Mohamed Ihattaren.
Mohamed Ihattaren.
Mynd: EPA
Mohamed Ihattaren, sem er á mála hjá Juventus, var í morgun handtekinn af lögreglunni í Amsterdam í Hollandi.

Það er sagt frá því í hollenskum fjölmiðlum að hann hafi verið handtekinn, grunaður um að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína. Einnig framkvæmdi lögreglan leit í íbúð fótboltamannsins.

Ihattaren er aðeins 20 ára gamall en hann þótti eitt mesta efni Hollands á unglingsárunum. Hann var þó vandræðagemsi, en ítalska stórveldið Juventus ákvað að semja við hann eftir að PSV Eindhoven losaði sig við hann árið 2021.

Ihattaren var vonarstjarna Hollendinga en eftir andlát föður hans fyrir þremur árum varð hann þunglyndur og þróaði með sér önnur andleg veikindi.

Vandamálið hafa haldið áfram að elta hann, en þetta er í annað sinn með stuttu millibili þar sem hann er handtekinn. Hann er með tengsl í undirheimana í Hollandi og það hefur verið að trufla hann mikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner