Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 13. febrúar 2023 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter mistókst að sigra í Genúa - Verona á flugi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Inter er í öðru sæti ítölsku deildarinnar með 44 stig úr 22 umferðum eftir markalaust jafntefli við Sampdoria í kvöld.


Inter heimsótti fallbaráttulið Samp í tíðindalitlum og lokuðum leik. Inter var með boltann á meðan heimamenn vörðust vel.

Í þau fáu skipti sem heimamenn komust í sókn þá vantaði öll gæðin í sóknarleikinn. Þeir geta verið svekktir með að hafa ekki nýtt sóknirnar sínar betur því þeir eru aðeins komnir með 11 stig það sem af er tímabils. Sampdoria er átta stigum frá öruggu sæti í deildinni sem stendur.

Á sama tíma vann fallbaráttulið Verona heimaleik gegn Salernitana. Verona var á botninum ásamt Samp og Cremonese en er búið að krækja sér í átta stig úr síðustu fjórum leikjum.

Belginn Cyril Ngonge gerði eina mark leiksins eftir stoðsendingu frá Darko Lazovic. Verona er aðeins tveimur stigum frá Spezia í öruggu sæti eftir þennan sigur.

Sampdoria 0 - 0 Inter

Verona 1 - 0 Salernitana
1-0 Cyril Ngonge ('31)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner