Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. febrúar 2023 13:44
Ívan Guðjón Baldursson
Jakub Jankto kominn úr skápnum
Mynd: Getty Images

Tékkneski landsliðsmaðurinn Jakub Jankto hefur tilkynnt heiminum að hann sé samkynhneigður.


Þetta eru gífurlega stórar fréttir í ljósi þeirra djúpu fordóma sem hafa lengi ríkt innan fótboltaheimsins. Samkynhneigðir fótboltamenn sem leika á hæsta stigi hafa sjaldan eða aldrei viðurkennt samkynhneigð sína vegna fordóma.

Nú gæti þetta verið að breytast og er Jankto að taka stórt skref fyrir baráttu samkynhneigðra í fótbolta.

Jankto er 27 ára gamall miðjumaður Getafe sem leikur á láni hjá Sparta Prag í heimalandinu. Jankto á einnig leiki að baki fyrir Udinese, Sampdoria og Ascoli á Ítalíu auk þess að eiga 45 landsleiki fyrir Tékkland.


Athugasemdir
banner