Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. febrúar 2023 18:21
Ívan Guðjón Baldursson
Mbabu aftur til uppeldisfélagsins (Staðfest)
Mynd: Fulham

Svissneski landsliðsbakvörðurinn Kevin Mbabu heldur heim til uppeldisfélagsins Servette, þar sem hann mun leika á láni frá Fulham út tímabilið.


Fulham keypti Mbabu frá Wolfsburg síðasta sumar en varnarmanninum hefur ekki tekist að láta ljós sitt skína á Englandi.

Hann kom aðeins við sögu í sjö leikjum með Fulham og missti bakvarðarstöðuna til Kenny Tete. Þegar Tete meiddist fyrir áramót var kantmaðurinn Bobby Reid notaður í bakvarðarstöðunni framyfir Mbabu.

Fulham krækti sér svo í Cedric Soares á láni frá Arsenal í janúarglugganum og þá var alls ekkert pláss eftir fyrir Mbabu.

Mbabu lék 82 leiki fyrir Wolfsburg og ætti að vera gæðaflokki fyrir ofan flesta leikmenn sem hann mun mæta í svissnesku deildinni. Þar er Servette í baráttu um 2. sætið sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner