banner
   mán 13. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi og Mbappe báðir myndaðir á æfingu fyrir stórleikinn
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe er óvænt mættur aftur til æfinga hjá Paris Saint-Germain eftir meiðsli. Argentínski snillingurinn Lionel Messi er líka byrjaður að æfa.

Fréttaflutningur ytra hefur verið á þá vegu að útilokað væri að Mbappe gæti spilað Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Mbappe varð fyrir meiðslum á læri gegn Montpellier þann 1. febrúar síðastliðinn.

Það var sagt frá því fyrst að hann yrði frá í þrjár vikur og myndi missa af fyrri leiknum gegn Bayern, en það virðist vera möguleiki á því að hann geti komið við sögu á morgun. Það sama gildir um Messi sem var sagður tæpur fyrir leikinn.

Mbappe var brosandi á æfingu í morgun og tók hann einnig þátt á æfingu í gær. Það yrði stórt fyrir PSG að hafa þessar tvær stórstjörnur í liði sínu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner