Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. febrúar 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Patrick Pedersen í aðgerð - Mögulega ekki klár fyrr en í júlí
Patrick í leik í fyrra.
Patrick í leik í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen fór í aðgerð á dögunum og verður frá næstu mánuðina. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali í gær að Patrick yrði frá í 3-5 mánuði.

„Hann fór í aðgerð og þetta verða 3-5 mánuðir. Við horfum frekar á þrjá mánuðina heldur en fimm. Ef það eru þrír þá snýr hann til baka einhvern tímann í maí. Ef það er ekki þá erum við að tala um júlí, augljóslega betra fyrir okkur ef það verður í maí," sagði Arnar.

Danski framherjinn á að baki 143 leiki fyrir Val í efstu deild og hefur í þeim skorað 87 mörk. Hann skoraði átta mörk í 22 leikjum í fyrra.

Arnar lítur á Tryggva Hrafn Haraldsson og Aron Jóhannsson sem kost í framherjastöðuna og þá er Andri Rúnar Bjarnason að ganga í raðir félagsins.
Arnar Grétars: Þegar ég kom var talað um að gera breytingar
Athugasemdir
banner
banner
banner