Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 13. febrúar 2023 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Schreuder tekur ekki við Leeds
Mynd: EPA

Alfred Schreuder, fyrrum þjálfari Ajax, kemur ekki lengur til greina til að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Leeds United. 


Leeds er án stjóra eftir að Jesse Marsch var rekinn fyrir viku síðan. Schreuder var talinn líklegasti arftakinn en Sky Sports greinir frá því að hann muni ekki taka við stjórn.

Stjóraleit Leeds gengur illa þar sem helstu skotmörk félagsins hafa ýmist hafnað því að hefja samningsviðræður eða mistekist að komast að samkomulagi við stjórnendur.

Schreuder, sem tók við Ajax af Erik ten Hag síðasta sumar, var staddur á Elland Road í gær þar sem hann horfði á Leeds tapa 0-2 gegn Manchester United. Leeds er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið eftir tapið. 

Það hafa margir stjórar verið orðaðir við starfið hjá Leeds en núna er talið að Ralph Hasenhüttl og Mauricio Pochettino séu líklegastir. Steven Gerrard og Thomas Tuchel eru einnig nefndir til sögunnar ásamt Rafael Benitez og Ante Postecoglou.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner