banner
   mán 13. febrúar 2023 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að þjálfarabreytingar hafi bundið enda á dvöl sína á Íslandi
Frederik Ihler.
Frederik Ihler.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að danski sóknarmaðurinn Fredrik Ihler hafi ekki átt sjö dagana sæla er hann var á mála hjá Val í fyrrasumar.

Ihler spilaði þrjá leiki fyrir Valsmenn en tókst ekki að skora. Hann byrjaði í tapi gegn ÍBV í Vestmannaeyjum en kom inn á sem varamaður í hinum tveimur leikjunum sem hann spilaði.

Hann stoppaði aðeins í þrjár vikur hjá Val, en hann segir að þjálfarabreytingar hafi eyðilagt möguleika hans í Val. Heimir Guðjónsson var rekinn frá liðinu og tók Ólafur Jóhannesson við.

„Ég var ekki í plönum nýja þjálfarans," sagði Ihler í samtali við Bold í Danmörku.

„Þegar þjálfarinn var rekinn þá kom inn gamall þjálfari sem hélt upp á ákveðna leikmenn. Ég skildi það alveg. Sem betur fer gat ég fundið nýtt félag í Danmörku."

Ihler segist ekki sjá eftir tímanum á Íslandi en hann er núna á mála hjá Skive í neðri deildunum í Danmörku.

Ihler er samningsbundinn AGF, sem er í dönsku úrvalsdeildinni, fram á næsta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner