KSÍ hefur núna birt myndband af landsliðsþjálfaranum, Arnari Þór Viðarssyni, með hljóðnema á æfingu í fullri lengd.
Sýnishorn var birt úr myndbandinu fyrir nokkrum dögum síðan en það hefur núna verið birt í heild sinni.
Það er óhætt að segja að þetta sé virkilega áhugavert en það gefur ákveðna innsýn í það hvernig landsliðsþjálfarinn starfar á æfingasvæðinu.
Arnar slær mikið á létta strengi í myndbandinu og til að mynda skýtur hann létt á Sigga Dúllu, starfsmann KSÍ. Það má einnig til að mynda sjá þegar liðið vinnur í taktík og fleirum þáttum.
Landsliðið hefur leik í undankeppni EM í næsta mánuði er liðið spilar leiki við Bosníu og Liechtenstein á útivelli. Það eru mjög svo mikilvægir leikir og stórt próf fyrir Arnar.
Myndbandið er í heild sinni rúmlega 13 mínútur en það má sjá hér fyrir neðan.
Athugasemdir