Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. febrúar 2023 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu slagsmálin á Anfield og fyrsta mark Gakpo
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Liverpool lagði Everton að velli er liðin mættust í nágrannaslag í kvöld. Mohamed Salah og Cody Gakpo skoruðu mörkin sitthvoru megin við leikhléð.


Gakpo var í byrjunarliði Liverpool og tvöfaldaði hann forystuna í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sókn. Hann kláraði af stuttu færi eftir að hafa fengið fullkomna sendingu frá Trent Alexander-Arnold.

Þetta er fyrsta mark Gakpo frá komu hans til Liverpool en hann var búinn að byrja sjö leiki í röð fyrir daginn í dag án þess að skora.

Sjáðu fyrsta mark Gakpo fyrir Liverpool

Það hitnaði heldur betur í kolunum á lokakafla leiksins og sauð allt uppúr eftir samskipti Jordan Pickford og Andy Robertson. Robertson var með smá stæla til að tefja leikinn eftir að hafa fengið brot dæmt á sig og gekk Pickford að honum með grafalvarlegum svip.

Pickford hefur verið að grínast vegna þess að Robertson fór að skellihlæja og þá braust glottið hjá Pickford einnig fram. Conor Coady og Seamus Coleman, varnarmenn Everton, sáu þó ekki spaugilegu hliðina og rifu harkalega í Robertson, en sú aðgerð olli svo átökunum.

Það voru óvenju margir leikmenn sem tóku þátt í rifrildunum og tóku báðir varamannabekkirnir fullan þátt. Amadou Onana og Kostas Tsimikas voru til að mynda næstum farnir í slag þrátt fyrir að vera ekki á vellinum.

Varnarmenn Everton voru reiðir því Robertson reyndi að tefja leikinn en þeir enduðu á því að tefja leikinn enn meira sjálfir með sinni eigin hegðun.

Sjáðu rifrildin á lokakaflanum


Athugasemdir
banner
banner