Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 13. febrúar 2023 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Sociedad vann í fimm marka leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Espanyol 2 - 3 Real Sociedad
0-1 Takefusa Kubo ('23 )
0-2 Alexander Sorloth ('51 )
0-3 Leandro Cabrera ('63 , sjálfsmark)
1-3 Sergi Darder ('74 )
2-3 Brian Olivan ('87 )
Rautt spjald: Leandro Cabrera, Espanyol ('90)


Real Sociedad náði í mikilvæg stig í Meistaradeildarbaráttunni á Spáni þegar liðið heimsótti fallbaráttulið Espanyol í eina leik kvöldsins.

Takefusa Kubo gerði eina mark fyrri hálfleiksins og tvöfaldaði Alexander Sörloth forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Sociedad komst svo í þriggja marka forystu þegar Leandro Cabrera gerði sjálfsmark og virtist leikurinn vera búinn.

Hann var þó alls ekki búinn því heimamenn vöknuðu til lífsins og náðu að minnka muninn niður í eitt mark á lokakaflanum.

Uppbótartíminn var langur en heimamönnum tókst ekki að jafna, þess í stað misstu þeir Cabrera af velli með rautt spjald. Cabrera tókst því að gera sjálfsmark og láta reka sig útaf í sama leiknum.

Lokatölur 2-3 og er Sociedad heilum átta stigum fyrir ofan næstu lið sem vilja komast í Meistaradeildarsæti. Espanyol er með 21 stig eftir 21 umferð, einu stigi fyrir ofan Valencia sem er í fallsæti.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir