Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. febrúar 2023 16:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þá var það ljóst að við gátum ekki haldið honum"
Aziz í leik með Aftureldingu á síðustu leiktíð.
Aziz í leik með Aftureldingu á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Marciano Aziz er einn af þeim leikmönnum sem verður hvað mest spennandi að fylgjast með í Bestu deildinni í sumar.

Aziz gekk í raðir HK á dögunum eftir að hafa slegið í gegn með Aftureldingu í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Aziz á fjóra landsleiki fyrir U17 ára landslið Belgíu og kemur til með að styrkja hóp HK-inga til muna.

„Við vissum fljótlega í haust að hugur hans stefndi í Bestu deildina. Því miður erum við ekki þar. Þá var það ljóst að við gátum ekki haldið honum," sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, í viðtali síðastliðið föstudagskvöld.

„Hann fór í HK og það verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar þar. Hann var frábær fyrir okkur í fyrra en við náðum bara að hafa hann í tvo mánuði hjá okkur. Hann er frábær leikmaður og frábær karakter."

Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, var einnig spurður út í Aziz núna um helgina, en hann var ekki með HK í 4-0 sigrinum gegn Grindavík í Lengjubikarnum.

„Hann er virkilega flottur. Hann kom í byrjun febrúar og við þurfum að spila honum í gang. Hann þarf líka að komast inn í hlutina hjá okkur. Hann er frábær fótboltamaður, góður á boltanum en við þurfum kannski aðeins að vinna í skapinu á honum," sagði Leifur Andri en það er greinilega mikið keppnisskap í Aziz.
Magnús Már: Betri en á sama tíma undanfarin ár
Leifur Andri: Maður þurfti aðeins að hreinsa hausinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner