Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 13. febrúar 2023 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
„Verðum eitt af allra bestu liðum heims eftir nokkur ár"
Mynd: EPA

Reece James er einn af bestu hægri bakvörðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er lykilmaður í liði Chelsea og á 15 landsleiki að baki fyrir England þrátt fyrir ungan aldur og ótrúlega mikla samkeppni um landsliðsstöðuna.


James er 23 ára gamall og er byrjunarliðssæti hans hjá Chelsea ekki í hættu eins og er - en það gæti breyst fljótlega. Nýr eigandi Chelsea, Todd Boehly, hefur lagt verulegar upphæðir í félagið. Hann er búinn að byggja upp öflugt og rándýrt stjórnendateymi sem á að sjá um rekstur félagsins og leikmannakaup auk þess að hafa eytt fleiri hundruð milljónum punda í nýja leikmenn.

Flestir nýju mennirnir eru ungir og eru nokkrir þeirra taldir til allra efnilegustu ungstirna fótboltaheimsins í dag. James er gífurlega spenntur fyrir framhaldinu og býst við að Chelsea verði eitt af allra sterkustu liðum heims eftir nokkur ár.

„Það er ekki til bikar sem við getum ekki unnið. Ég get ekki sagt til um hvenær það gerist en miðað við liðið sem við erum að byggja og alla umgjörðina í kring þá verðum við eitt af allra bestu liðum heims eftir nokkur ár," segir James. „Við þurfum bara að öðlast aðeins meiri reynslu og venjast hvor öðrum."

Meðal nýrra leikmanna Chelsea eru Mikhaylo Mudryk, Enzo Fernandez, Wesley Fofana og Benoit Badiashile.


Athugasemdir
banner
banner
banner