Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 13. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Warnock hættir við að hætta
Reynsluboltinn Neil Warnock er að taka fram þjálfaramöppuna á nýjan leik eftir að hafa gefið það út í apríl síðastliðnum að hann væri hættur í bransanum.

Warnock er að taka við Huddersfield og mun hann stýra liðinu út tímabilið.

Warnock er sá stjóri sem hefur stýrt flestum leikjum í atvinnumannabolta á Englandi.

Warnock, sem er 74 ára gamall, byrjaði að þjálfa 1987 og hefur síðan stýrt 14 mismunandi félögum. Síðast stýrði hann Middlesbrough.

Huddersfield er sem stendur í næst neðsta sæti Championship-deildarinnar. Warnock fær það verkefni að bjarga liðinu frá falli.
Athugasemdir
banner
banner