Varnarleikur Barcelona hefur verið í molum í upphafi árs en ekkert lið í fimm stærstu deildum Evrópu hefur fengið á sig jafn mörg mörk í öllum keppnum.
Barcelona hefur fengið á sig 23 mörk í 11 leikjum. Liðið gerði 3-3 jafntefli gegn fallbaráttuliði Granada um helgina og tapaði 5-3 gegn Villarreal í síðasta mánuði.
Liðið er ríkjandi spænskur meistari en liðið fékk aðeins á sig 20 mörk í spænsku deildinni á síðustu leiktíð, mörg af þeim komu þegar titillinn var í hús.
Eftir 24 umferðir er liðið tíu stigum á eftir erkifjendum sínum í Real Madrid. Xavi hefur þegar tilkynnt að hann muni ekki vera stjóri liðsins eftir tímabilið.
Athugasemdir